Fara í efni
Fréttir

Fljúgandi óskilamunir á víð og dreif um Akureyri

Saknar einhver tunnu nr. 10 og blómapotta? Þetta eru dæmi um muni sem rokið í síðustu viku tók og færði til innanbæjar.

Eins og Akureyri.net greindi frá þá eyðilögðust aldargömul tré í Lystigarðinum í suðvestan hávaðarokinu sem gekk yfir bæinn í síðustu viku. Rokið greip þó ýmislegt fleira með sér eins og sést hefur berlega síðustu daga inn á Facebooksíðunni Tapað Fundið á Akureyri.

Það var kraftur í Kára í síðustu viku. Þessi tveggja sæta útisófi kom fljúgandi niður hjá grænu blokkinni við lögreglustöðina. 

Grillábreiður, útihúsgögn og ruslatunna

Miðað við auglýsingar á síðunni er nokkuð algengt að grillábreiður hafi tekist á flug og er fólk annað hvort að auglýsa eftir týndum ábreiðum eða birta myndir af fundnum ábreiðum.  Þá auglýsir ein eftir eiganda fjögurra blómakerja sem komu inn í garðinn til hennar, annar aðili auglýsir eftir eiganda uppblásinnar sundlaugar og þá er ruslatunna merkt með tölustafnum 10 í óskilum.  Þá má líka sjá útihúsgögn í óskilum á síðunni, lok af heitum potti og hluta af slátturvél, svo eitthvað sé nefnt. 

Hluti af sláttuvél í óskilum. 


Grillábreiður tókust víða á loft. Í Facebook hópnum Tapað fundið Akureyri eru margir að leita að ábreiðum eða hafa fundið.