Fara í efni
Fréttir

Flestir farþegar komnir á Sjúkrahúsið á Akureyri

Flestir sem slösuðust í rútuslysi í Öxnadal síðdegis hafa verið fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining, tvær sjúkraflugvélar eru til taks og þyrla Landhelgisgæslunnar er komin til Akureyrar og mun einnig flytja slasaða til Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.
 
Rúta valt út af veginum um fimmleytið eins og áður kom fram á Akureyri.net. Í rútunni voru 22 auk ökumanns, aðallega erlendir ferðamenn.
 
Vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu, að sögn lögreglu. „Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð,“ segir á Facebook síðu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
 
 
Lögreglan birti þessa drónamynd frá vettvangi á Facebook.