Fara í efni
Fréttir

Fjórar milljónir hafa safnast eftir brunann

Miðgarðakirkja brann til grunna. Ljósmynd: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Tæplega fjórar milljónir hafa safnast inn á reikning sóknarnefndar Grímseyjarkirkju eftir að söfnun var sett á laggirnar í síðustu viku. Kirkjan sem brann þá til kaldra kola var tryggð fyrir tæplega 30 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Fljótlega eftir áfallið varð ljóst að Grímseyingar væru staðráðnir í að byggja nýja kirkju og hóf söfnuðurinn söfnun í síðustu viku. Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar segir söfnunina ganga vonum framar. „Við erum búin að safna tæpum fjórum milljónum sem er bara frábært. Það er allskonar fólk sem er að leggja inn stórar og smár upphæðir. Allt frá þúsund köllum í stórar upphæðir,“ segir Alfreð í samtali við RÚV.

Nánar hér