Fjöldatakmarkanir vegna snjóleysis í Hlíðarfjalli

Vegna snjóleysis hefur verið ákveðið að takmarka þann fjölda sem hleypt verður í skíðabrekkurnar í Hlíðarfjalli. Breytingar verða gerðar tímabundið á miðasölukerfinu og teknir upp tímaskiptir skíðapassar eins og á Covid tímabilinu.
Breytingin tekur gildi strax um helgina. Miðar verða seldir í tvö tímahólf á föstudögum, laugardögum og sunnudögum og aðeins 700 miðar í hvert.
- Föstudaga 11:00 - 15:00 og 15:00 - 19:00
- Laugardaga 09:00 - 13:00 og 13:00 -17:00
- Sunnudaga 09:00 - 13:00 og 13:00 -17:00
„Venjulega er þetta einn annasamasti tími ársins ásamt páskunum. Hins vegar er staðan öðruvísi í ár. Eins og flestir hafa tekið eftir hefur veðrið ekki verið okkur hagstætt. Það hefur lítið snjóað, miklar hlákur og hitastigið hefur ekki verið nægilega lágt til að við getum framleitt meiri snjó. Aðstæður í fjallinu eru því ekki góðar eins og er, aðeins nokkrar skíðabrekkur eru með þunna snjóþekju og þær eru ekki í fullri breidd,“ segir í tilkynningunni.
- Föstudaga hefst sala hefst kl. 09:00
- Laugardaga hefst sala kl. 07:00
- Sunnudaga hefst sala kl. 07:00