Fara í efni
Fréttir

Fjármögnun náð fyrir Sánavagn Mæju

María Pálsdóttir, sem stendur á bak við Sánavagn Mæju, hefur náð fjármögnunarmarkmiði sínu á Karolina Fund en fjársöfnun fyrir verkefninu hefur staðið yfir á síðunni frá því í október. Nú þegar þrír dagar eru eftir af söfnuninni hefur Sánavagn Mæju náð 14% umfram sett markmið.

Eins og Akureyri.net hefur áður sagt frá hyggur María á að koma á fót sánavagni á hjólum á Akureyri, en fargufur af ýmsum toga hafa slegið í gegn í Skandinavíu og á höfuðborgarsvæðinu.

Til þess að klára verkefnið kallaði María eftir aðstoð frá almenningi í gegnum söfnun á Karolinafund. Alls hafa 117 manns stutt verkefnið og nú þegar fjármögnunarmarkmiði er náð verður þess líklega ekki langt að bíða að Sánavagninn taki til starfa á Akureyri.