Fara í efni
Fréttir

Fegurð himinsins eða Höll sumarlandsins

Akureyringar og gestir þeirra voru margir dolfallnir yfir fegurðinni sem blasti við þegar horft var til himins seint í gærkvöldi og fram eftir nóttu. Myndavélar og símar voru á lofti og enginn var feiminn við að birta dýrðina á veraldarvefnum.

Páll A. Pálsson ljósmyndari – sem rekið hefur Ljósmyndastofu Páls á Akureyri í hálfan sjötta áratug og ríflega það – var einn þeirra sem sem fannst ótækt að leggjast til hvílu á meðan boðið var upp á þessa dýrð. Hann sendi Akureyri.net meðfylgjandi mynd. 

Ekki er að undra að manni detti Fegurð himinsins í hug; fjórði og síðasti hluti Heimsljóss, þess mikla snilldarverks Halldórs Laxness, þótt þar ríki svo sem ekki alltaf mikil fegurð eða hamingja. Jafnvel Höll sumarlandsins, annar hluti verksins. Hvað sem öðru líður er fegurðin sannarlega ósvikin í þessu listaverk almættisins og Páls.