Fréttir
Fáránlegt að loka upplýsingamiðstöð
04.05.2022 kl. 11:02
Katrín Káradóttir, sem rekur verslunina Kistu í menningarhúsinu Hofi, segist hafa svarað 50 til 100 ferðamönnum á dag í fyrrasumar, fólki sem kemur í Hof í leit að upplýsingum um Akureyri. Upplýsingamiðstöð ferðamanna sem var í Hofi var lokað um áramótin 2020/2021.
„Ég er búin að senda fyrirspurn á bæjaryfirvöld, lýsa þessari fáránlegu stöðu sem upp er komin, og spyrjast fyrir um fyrirætlanir þeirra. Svörin eru skýr og það er NEI, við ætlum ekki að veita þessa þjónustu,“ segir Katrín í grein sem birtist í morgun. Katrín bendir á að frá maí til september árið 2019 hafi 50.593 ferðamenn leitað til upplýsingamiðstöðvarinnar í Hofi.
Smellið hér til að lesa grein Katrínar.