Fréttir
Fáir flytja frá Norðurlandi eystra
17.07.2024 kl. 08:12
Mynd: Yolanda Suen/Unsplash
528 manns skráðu flutning hjá Þjóðskrá á Norðurlandi eystra í júní mánuði. Langflestir fluttu innan svæðisins.
Samkvæmt nýjum tölum frá Þjóðskrá þá skráðu alls 5.742 einstaklingar flutning innanlands í júní. Þetta er fjölgun frá síðasta mánuði eða um 11,2% þegar 5.164 einstaklingar skráðu flutning innanlands. Ef horft er á landið allt skráðu flestir flutning til höfuðborgarinnar.
Flestir flytja norður frá höfuðborgarsvæðinu
Á Norðurlandi eystra fluttu 77 manns burt af svæðinu, þar af flestir á höfuðborgarsvæðið eða 52 manns. Hins vegar komu 109 manns norður í staðinn. Flestir komu frá höfuðborgarsvæðinu eða 57 manns. Suðurnesin koma þar fast á eftir en þaðan komu 23 einstaklingar. Sjá nánari upplýsingar hjá Þjóðskrá.