Fréttir
Færa Kvennaathvarfinu 500 þúsund krónur
07.10.2024 kl. 14:00
Alþýðusamband Norðurlands mun færa Kvennaathvarfinu á Akureyri 500.000 krónur til starfseminnar. Þetta var samþykkt var á 38. þingi AN í síðustu viku. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra voru um leið hvött til að tryggja samtökunum öruggt húsnæði sem mætir þörfum þeirra. „Það á enginn að þurfa að efast um mikilvægi starfsemi kvennaathvarfsins og brýna nauðsyn þess að tryggja aðgengi að þjónustu þess,“ segir í frétt á vef Alþýðusambands Norðurlands.
Aðildafélög Alþýðusambands Norðurlands eru eftirtalin ellefu stéttarfélög:
- Aldan, stéttarfélag
- Eining-Iðja
- Byggiðn, Félag byggingamanna
- Félag málmiðnaðarmanna Akureyri
- Félag verslunar og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni
- Framsýn, stéttarfélag
- Samstaða
- Sjómannafélag Eyjafjarðar
- Sjómannafélag Ólafsfjarðar
- Verkalýðsfélag Þórshafnar
- Þingiðn