Fara í efni
Fréttir

„Fæ alltaf fiðring þegar byrjar að snjóa“

Jóhannes Kárason í Hlíðarfjalli á þriðjudaginn.

Fáein snjókorn féllu til jarðar á þriðjudagsmorgun. Ekki leið á löngu þar til þau voru horfin svo skíðamenn hættu líklega að láta sig dreyma, að minnsta kosti allflestir. Jóhannes Kárason sleppti hins vegar ekki tækifærinu og fór á gönguskíði í Hlíðarfjalli!

„Ég fæ alltaf fiðring þegar byrjar að snjóa og átti erindi að skoða framkvæmdir í fjallinu vegna Skandinavian Cup sem verður haldið hér í vetur,“ segir Jóhannes við Akureyri.net. Þar nefnir hann sterkt, alþjóðlegt skíðagöngumót, en Jóhannes hefur lengi starfað ötullega fyrir Skíðafélag Akureyrar.

Gárungarnir segja að Jóhannes sé ætíð fyrstur manna til að draga fram skíðin þegar von er á snjókomu, og hann neitar því ekki!