Fara í efni
Fréttir

Fá börn í dag tækifæri til að láta sér leiðast?

„Fær barnið þitt tækifæri til að láta sér leiðast? Fær það tækifæri til að leika sér í hlutverkaleik á eigin forsendum þar sem það er leikstjórinn?“

Þannig spyrja Daðey Albertsdóttir og Silja Björk Egilsdóttir, báðar sálfræðingar hjá Geðheilsumiðstöð barna, og Skúli Bragi Geirdal verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, í grein sem birtist á Akureyri.net í dag. Þar fjalla þau um gríðarlega notkun snjalltækja og samfélagsmiðla.

„Í gegnum leik læra börn nauðsynlega færni líkt og að takast á við erfiðleika og finna lausnir. Ef skjátíminn er alltaf í boði getur verið að barnið leiti frekar í að láta skemmta sér en að finna upp leið til að gera það sjálft – sér í lagi ef það á erfitt í grunninn með að leika sjálfstætt,“ segja þremenningarnar.

Smellið hér til að lesa greinina.