Fréttir
Eyjólfur Guðmundsson íhugar forsetaframboð
05.02.2024 kl. 10:25
Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Myndin er tekin þegar forsetinn var heiðursgestur á Háskólahátíð HA á síðasta ári. Mynd af vef skólans.
Eyjólfur Guðmundsson, fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri, íhugar framboð til embættis forseta Íslands. Þetta staðfestir hann í samtali við Morgunblaðið í dag að því er segir á vef blaðsins, mbl.is.
„Ég er einfaldlega að íhuga þetta á þessum tímapunkti,“ segir Eyjólfur og ítrekar að engar ákvarðanir hafi verið teknar. Á mbl.is segir Eyjólfur að þetta sé ákvörðun sem þurfi að skoða frá ýmsum sjónarhornum, til að mynda út frá því „hvaða erindi maður telur sig eiga og af hverju“.