Fara í efni
Fréttir

Enn í flokknum en segir sig frá trúnaðarstörfum

Hólmgeir Karlsson, einn stofnfélaga Miðflokksins, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en hann segist þó ekki hafa sagt sig úr flokknum. Hann hefur  verið virkur í starfi Miðflokksins, t.d. gegnt embætti formanns kjördæmafélagsins í Norðausturkjördæmi og verið formaður Málefnanefndar.

Viljinn greindi fyrst frá því í dag að Hólmgeir hefði sagt sig frá trúnaðarstörfum. „Það er gaman að sjá að fjölmiðlar keppast við að birta texta úr trúnaðarbréfi mínu til flokksystkina. Svo því sé haldið til haga þá var ég ekki að segja mig úr flokknum og gleðst nú yfir því að NA kjördæmi var að birta lista sinn þar sem okkar öfluga þingkona Anna Kolbrún Árnadóttir skipar 2. sæti listans á eftir formanninum,“ skrifar Hólmgeir á Facebook síðu sína í kvöld. Akureyri.net birti fyrr í frétt um sex efstu nöfn á listanum.

„Það voru ákveðnir hlut­ir í vinnu­brögðum sem sam­rýmast ekki mín­um gild­um og viðhorf­um og það sem vó þungt er að það leit út fyr­ir að horft yrði fram­hjá sterk­um og reynslu­mikl­um kon­um,“ seg­ir Hólm­geir Karlsson í sam­tali við mbl.is í kvöld, í tilefni þess að hann hefði sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir miðflokkinn. Þar kom fram að hann kysi að að tjá sig ekki frek­ar um málið. Hólm­geir hef­ur tekið rík­an þátt í starfi flokks­ins og gegndi embætti for­manns kjör­dæm­a­fé­lags Miðflokks­ins í Norðaust­ur­kjör­dæmi og for­manns Mál­efna­nefnd­ar.

Skammtímahagsmunir ráði ekki för

„Fyr­ir mér eru sam­vinna, sam­heldni, heil­indi og sam­hug­ur gildi sem eiga að ráða för. Vett­vang­ur þar sem fólk nýt­ur sann­mæl­is og virðing­ar og á að geta unnið sig til met­orða með verk­um sín­um og dugnaði,“ skrif­ar Hólm­geir í færslu sem hann birti á umræðuvett­vangi Miðflokks­ins í gær­kvöldi skv. Viljanum.

„Í þannig umhverfi skapast liðsheild sem líkleg er til að vinna stóra sigra og langtímahugsun ræður för, en ekki skammtímahagsmunir einstakra aðila. Í slíku umhverfi þroskast fólk og verður hæfara, á möguleika að ná lengra, færast upp framboðslista eða vera valið til trúnaðarstarfa. Í þannig umhverfi getur hver og einn fundið krafta sína og unnið að gildum flokksins yfir lengra tímabil. Þessu er því miður ekki fyrir að fara með þeim hætti sem mér finnst eðlilegt og uppbyggilegt,“ segir Hólmgeir einnig í bréfinu.

Viljinn segir að loknum, og vísar til bréfsins: „Hann kveðst ekki ætla að fara út í nein smáatriði sem skaðað gætu flokkinn varðandi sínar ástæður fyrir þessari „sársaukafullu ákvörðun“ en þó ríði hér baggamuninn hvernig flokkurinn virðist ekki tilbúinn að efla sig til sóknar með því að virða og virkja reynslumiklar konur í liðssveit flokksins fyrir komandi kosningar.“