Fara í efni
Fréttir

Ökumaðurinn með réttarstöðu sakbornings

Frá slysstaðnum við Ytri-Bægisá Hörgárdal fyrr í mánuðinum. Tvennt slasaðist alvarlega. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.

Ökumaður bílsins sem lenti utan vegar við bæinn Ytri-Bægisá í Hörgárdal fyrr í mánuðinum hefur réttarstöðu sakbornings. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi frá þessu í dag og fékk staðfest hjá lögreglu.

„Ummerki á vettvangi og framburðir vitna gefa vísbendingu um að aksturshraði hafi verið yfir löglegum hámarkshraða. Verður það því rannsakað sérstaklega og hefur lögreglan kallað til sérfræðing í hraðaútreikningum til að reikna út ætlaðan hraða ökutækisins, byggt á gögnum málsins,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við fréttastofu RÚV.

Bifreiðin lenti út af veginum og fór nokkrar veltur áður en kviknaði í henni. Tvennt var í bílnum, ökumaðurinn komst út af sjálfsdáðum og farþeganum tókst að ná út áður en eldur varð laus.

Frétt RÚV