Fara í efni
Fréttir

Ísbúðir á Akureyri: Lítill verðmunur á ísnum

Lítill bragðarefur. Munurinn á ódýrasta og dýrasta bragðaref bæjarins er aðeins 150 kr. en 400 krónur á barnabragðaref.

Í góða veðrinu á Akureyri um daginn seldust ófáir ísar í bænum enda rýkur íslöngun landans venjulega upp úr öllu valdi þegar sól skín í heiði. Akureyri.net kannaði verð á venjulegum ís í brauði og bragðaref á sex stöðum sem selja ís úr vél á Akureyri. 

  • Ath: Hér eru aðeins borið saman verð hjá sex sölustöðum á Akureyri sem selja ís úr vél. Verðin eru fengin frá starfsfólki sölustaðanna. Rétt er að benda á að ísarnir eru misjafnir að stærð og gæðum. Það sem á einum stað kallast miðlungsís getur verið kallaður lítill ís eða stór ís annars staðar. Samanburðurinn er því ekki endilega sanngjarn. 

 

Ódýrasti smábarnaísinn hjá Brynju

Samkvæmt könnun Akureyri.net er lítill verðmunur á venjulegum ís í brauði í bænum. Lítill ís í brauði kostar á bilinu 580 til 650 krónur, en stór ís í brauði er á 690 krónur alls staðar nema í Brynju þar kostar hann 750 krónur. Verðmunurinn er hins vegar töluvert meiri á barnaís. Misjafnt er hvað staðirnir kalla þessa ísstærð; krakkaís, smábarnaís eða barnaís, en hann kostar á bilinu 250 til 550 krónur. Ódýrasti smábarnaísinn er hjá ísbúðinni Brynju þar sem hann er á 250 krónur. Þá er Brynja líka með aðra barnastærð á 550 krónur.

Lítill ís í brauði kostar 580-650 krónur á Akureyri. Stór ís í brauði er á 690 krónur alls staðar nema í Brynju þar kostar hann 750 kr. 

400 kr. verðmunur á barnabragðaref

Þegar kemur að bragðarefnum þá er ódýrast að kaupa lítinn bragðaref hjá Leirunesti, Ak Inn og Veganesti en á þessum stöðum kostar hann 1450 kr. Dýrasti litli bragðarefurinn er hjá Brynju en þar kostar hann 1600 kr. Munurinn á ódýrasta og dýrasta bragðaref bæjarins í þessari stærð er því 150 krónur. Allir staðirnir buðu upp á barnaútgáfu af bragðaref og kostar krakkarbragðarefur á bilinu 900 - 1300 krónur. Ódýrasti bragðarefurinn fyrir börn er hjá Ísbúðinni Akureyri en sá dýrasti hjá Brynju og munar 400 krónum á milli þess ódýrasta og dýrasta.  

Hér fyrir neðan má sjá verðin á þeim stöðum sem bornir voru saman:

  • Veganesti  Ís í brauði:  350 kr. smábarna / 580 kr. lítill / 690 kr. stór. -  Bragðarefur: 1090 kr. barna / 1450 kr. lítill / 1650 kr. miðlungs
  • Ísgerðin Kaupangi   Ís í brauði:  390 kr. smábarna / 590 kr. lítill / 690 kr. stór  - Bragðarefur: 990 kr. barna /1490 kr. lítill / 1690 kr.  miðlungs
  • Ísbúðin Akureyri  Ís í brauði: 420 kr. smábarnaís/ 580 kr. lítill / 720 kr. miðlungs. -  Bragðarefur: 900 kr. barna /1520 kr. lítill / 1670 kr. miðlungs
  • Ak inn við Hörgárbraut Ís í brauði: 300 kr. smábarna / 580 kr. lítill / 690 kr. stór - Bragðarefur: 1090 kr. barna /1450kr. lítill / 1650 kr. miðlungs
  • Leirunesti Ís í brauði: 350 kr. smábarna / 580 kr. lítill/ 690 kr. stór - Bragðarefur: 1090 kr. barna / 1450 kr. lítill /1650 kr. miðlung
  • Brynja Ís í brauði: 250 kr. smábarna og 550 kr. barna / 650 kr. lítill / 750 kr. stór - Bragðarefur: 1300 kr. barna/ 1600 kr. lítill / 1800 kr. miðlungs