Fréttir
Engin takmörk fyrir fegurð himinsins
16.01.2025 kl. 19:00
Mynd: Jovana Björk Vladovic
Samfélagsmiðlar Eyfirðinga eru litríkir um þessar mundir. Glitskýjafansinn sem heiðrar okkur með nærveru sinni hefur hvergi dvínað, en flest hafa náð að munda símtækin eða myndavélarnar til þess að festa litbrigðin á stafrænt form.
Myndaveislan sem Akureyri.net birti í gær – Glóandi pensilstrokur á málverki himinsins – vakti mikla athygli og ánægju og því er ekki annað hægt, lesendum til yndisauka, en birta nokkrar myndir sem bárust í dag. Engin mynd slær við upplifuninni af því að sjá glitskýin með berum augum, og velta fyrir sér listagyðjunni sem náttúran er, en ekki eru allir svo heppnir að eiga kost á því ...
Mynd: Sigurður Kristinsson
Mynd: Jovana Björk Vladovic
Mynd: Sigrún Sævarsdóttir
Mynd: Sigurður Kristinsson