Fréttir
Engar brennur á gamlárskvöld
17.12.2020 kl. 09:10
Áramótabrenna á Akureyri fyrir nokkrum árum. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Ákveðið hefur verið að halda ekki áramótabrennur á vegum Akureyrarbæjar að þessu sinni sökum aðstæðna í þjóðfélaginu vegna Covid-19.
Fjöldi manns hefur að jafnaði safnast saman við Réttarhvamm á Akureyri og notið áramótabrennu og flugeldasýningar. Nú þegar fjöldatakmarkanir miðast við 10 manns er ekki annað hægt en að fella niður viðburðinn, að því er segir heimasíðu bæjarins. Sama gildir um brennur í Hrísey og Grímsey.
Þetta er í samræmi við ákvarðanir margra annarra sveitarfélaga, þar á meðal á höfuðborgarsvæðinu, „enda er mikilvægt enda er mikilvægt að sveitarfélög og aðrir opinberir aðilar gangi fram með góðu fordæmi, sýni ábyrgð í verki og hvetji ekki til hópamyndunar.“