Fara í efni
Fréttir

Endurbætt útisvæði Glerárlaugar opnað

Endurnýjað útisvæði við Glerárlaug. Mynd: akureyri.is.

Útisvæðið við Glerárlaug var opnað í morgun eftir umfangsmiklar endurbætur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem birtar voru á vef Akureyrarbæjar. er aðstaðan orðin hin snotrasta og geta gestir nú nýtt sér nýja heita potta, kalt kar, útisturtu og sánaklefa. 

Fram kemur í frétt á vef bæjarins að skipt hafi verið um yfirborðsefni á svæðinu og aðgengi og umhverfi bætt. Auk þess voru gömlu útiklefarnir fjarlægðir og skjólveggurinn endurnýjaður að hluta.

Opið er fyrir almenning í Glerárlaug sem hér segir: 

  • Mánudaga til föstudaga: 06:45–08:00 og 18:00–21:00
  • Laugardaga: 09:00–14:30
  • Sunnudaga: 09:00–12:00