Fara í efni
Fréttir

Ekki leggja niður elsta skólann – frekar en MR

Hugmyndir mennta- og barnamálaráðherra að „auka gæði náms og bregðast við breytingum í umhverfi skólanna“ – hvað sem það merkir – og hefja „viðræður um aukið samstarf skólanna um fagleg og rekstrarleg málefni eða sameiningu skólanna í nýjar öflugri einingar“ mega ekki verða til þess að leggja niður elsta skóla landsins – frekar en Menntaskólann í Reykjavík, sem ekki virðist ætlunin að hrófla við.
 
Þetta skrifar Tryggvi Gíslason, skólameistari Menntaskólans á Akureyri frá 1972 til 2003, í pistli á Facebook. Þar fjallar hann um yfirvofandi sameiningu og stiklar á stóru í sögu MA, „sem rekur sögu sína til stólskólans á Hólum í Hjaltadal, sem stofnaður var í upphafi biskupstíðar Jóns helga Ögmundarsonar árið 1106. Hólaskóli hinn forni er næstelsti dómskóli á Norðurlöndum á eftir dómskólanum í Lundi, sem stofnaður var 1085.“
 
Tryggi skrifar: Ekki er ljóst við hvað átt er í niðurstöðu stýrihópsins, þegar sagt er „að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorun um sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu.“ 
 

Smellið hér til að lesa grein Tryggva Gíslasonar