Fara í efni
Fréttir

Ekkert skólahald á Akureyri

Öllu skólahaldi í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar, sem og Tónlistarskólanum á Akureyri, hefur verið aflýst á morgun. Þá hafa bæði Menntaskólinn og Verkmenntaskólinn tilkynnt að ekkert verði kennt í húsnæði skólanna á morgun, einungis rafrænt og eru nemendur beðnir um að fylgjast vel með skilaboðum frá kennurum.

„Gert er ráð fyrir afleitu veðri í Eyjafirði með mikilli vindhæð og ofankomu. Búist er við að ófært verði með öllu um götur bæjarins og er fólk hvatt til að vera sem minnst á ferli. Tilmæli um niðurfellingu skólahalds eru komin frá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra,“ segir á vef Akureyrarbæjar.