Fréttir
Ekkert ferðaveður – gangið frá lausamunum
24.01.2024 kl. 19:00
Skjáskot af vef Veðurstofu Íslands.
Mjög slæmu veðri er spáð á Norðausturlandi í fyrramálið og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugula viðvörun fyrir landshlutann.
Um er að ræða tímann frá klukkan 7.00 til kl. 12.30 í hádeginu á morgun.
Veðurstofan segir:
- Sunnan 20 til 28 metrar á sekúndu
- Vindhviður allvíða yfir 35 metra á sekúndu
- Fólk er hvatt til að ganga frá lausamunum
- Ekkert ferðaveður
Vondu veðri er raunar spáð um nánast allt land í fyrramálið en að það verði verst á Norðausturlandi.
- Hægt er að fylgjast með veðrinu á forsíðu Akureyri.net þar sem tengill er á vef Bliku