Fara í efni
Fréttir

Ekið á kúahóp – þrjár kýr drápust, aflífa varð eina

Þrjár kýr drápust aðfararnótt sunnudags þegar bíl var ekið á kúahóp við bæinn Klauf í Eyjafjarðarsveit og aflífa þurfti eina til. Fernt var í bíln­um og var einn farþegi flutt­ur til skoðunar á sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri með minni­hátt­ar meiðsli. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is í morgun. 

„Þetta var mikið áfall. Eins og kem­ur stund­um fyr­ir þá opna kýr hlið og í þessu til­felli brutu þær upp hurð hjá okk­ur og sluppu út. Þetta voru all­ar kýrn­ar á bæn­um, 70 tals­ins. Við hjón­in vor­um ásamt tengdapabba alla nótt­ina að reyna að koma kún­um inn. Okk­ur hafði tek­ist að koma öll­um nema tíu inn. Þær voru ná­lægt veg­in­um,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson, bóndi í Klauf, í samtali við mbl.is.

Bíllinn er ónýtur og mikil mildi þykir að að ekki hafi orðið slys á fólki. Hermann Ingi segir að þau sem voru að smala kúnum hafi verið í stórhættu.

Smellið hér til að sjá frétt mbl.is

Í gær ekið á kú við Jónasarlund við þjóðveg 1 um Öxnadal. Ökumaður fór af vettvangi, lögregla lýsti eftir honum og óskaði eftir að heyra frá mögulegum vitnum að atvikinu. Kúna varð að aflífa.

Smellið hér til að sjá frétt Akureyri.net í gær