Fréttir
Eigendur Greifans hafa keypt Sprettinn
04.01.2021 kl. 16:14
Eigendur veitingahússins Greifans hafa keypt Sprett-inn, og tóku við rekstrinum um áramótin. N4 greinir frá þessu í dag. Sprettur-inn er til húsa í Kaupangi við Mýrarveg.
Sprettur-inn byggir starfsemi sína á sölu pítsa og grillrétta. Haft er eftir Arinbirni Þórarinssyni, framkvæmdastjóra Greifans, að kaupendurnir sjái fyrir sér ákveðna samlegð með kaupunum. Starfsmenn Greifans og Sprettsins verða um 100 manns, í um 50 stöðugildum. Engar breytingar eru fyrirhugaðar á starfsmannahaldi, vöruúrvali eða þjónustu á Sprettinum.
„Þegar kemur að því að fólk vilji sækja sér mat þá teljum við að staðsetning og aðkoma að Sprettinum sé eins og best verður á kosið og því mun áherslan áfram vera þar,“ segir Arinbjörn.