Fara í efni
Fréttir

Ef ekki Austurland, þá Akureyri!

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Íbúar á Austurlandi myndu helst kjósa að búa á Akureyri, ef þeir veldu sér annan búsetustað. Stöðfirðingar og Borgfirðingar virðast hvað ánægðastir með núverandi búsetu sína.

Þetta kemur fram í samfélagskönnun sem gerð var á vegum Austurbrúar síðasta haust. Niðurstöður hennar voru birtar nýverið og Austurfrétt greinir frá þeim.

Í könnuninni var fólk spurt hvort það gæti hugsað sér að búa annars staðar en það gerir í dag og þá hvar helst.

Hægt var að velja fleiri en einn stað. Flestir völdu Akureyri, 43% en 40% Fljótsdalshérað. Rúm 30% vildu búa erlendis, aðeins fleiri en merktu við Reykjavík. Minnstur áhugi virtist á að flytja í Breiðdal.

Smellið hér til að lesa meira um málið á vef Austurfréttar.