„Byltingarkenndar“ smurolíur frá Motul
Motul á Íslandi kynnti á dögunum byltingarkennda smurolíulínu, með mun minna kolsefnisspori en aðrar olíur, að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Motul á Íslandi er alfarið í eigu Akureyringa, höfuðstöðvarnar á Akureyri og útibú er á Reyðarfirði.
„Motul hélt í liðinni viku tvö námskeið í olíutæknimálum, fyrir sína viðskipavini, eitt á Grand Hótel í Reykjavík og annað á Hótel KEA Akureyri. Okkur til aðstoðar var Alex Hornoff olíuverkfræðingur frá Motul í Þýskalandi. Svona námskeið eru til þess fallin að fræða fagmenn um um nýjustu tækni er varðar smurolíur, en þróun á þeim hefur aldrei verið hraðari og er unnin í samvinnu við bílaframleiðendur,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
„Motul var að kynna nýja byltingarkennda smurolíulínu sem er með 25% minna kolefnisspor, og 50% minna kolefnisspor í umbúðum. Kynnt voru ný bætiefni í eldsneyti, bæði fyrir bensín og dísel, en þessi efni hafa aldrei verið mikilvægari til að halda öllum búnaði virkum, s.s. sótagnasíum og tryggja hreinni bruna sem svo sparar eldsneyti.“
Fyrirtækið flytur inn og dreifir olíuvörum frá Motul um allt land, vörur sem snúa að landbúnaði, verktökum, sjávarútvegi, mótorsporti og að þjónusta fjölmörg bílaverkstæði um allt land, eins og segir í tilkynningunni. „Motul er 170 ára gamalt fyrirtæki og ávallt verið í fararbroddi þegar kemur að hönnun og framleiðslu gæðaolíu og smurefna.“
Frá kynningarfundi Motul á Hótel KEA nýverið.