Fara í efni
Fréttir

Búningsklefa kvenna lokað í nokkrar vikur

Lok, lok og læs. Kvennaklefinn verður lokaður frá og með morgundeginum næstu 3-5 vikurnar vegna framkvæmda. Konur geta nýtt sér fjölnotaklefann á annarri hæð eða búningsklefana í World Class á meðan á framkvæmdum stendur.

Það er stutt stórra verkefna á milli í Sundlaug Akureyrar. Á morgun, mánudag, hefjast framkvæmdir á sturtusvæði kvennaklefans og verður klefinn því lokaður á meðan þær standa yfir.

Reiknað er með því að framkvæmdir taki 3-5 vikur. Á meðan á þeim stendur verður konum boðið að nota kvennaklefann í World Class, en sundlaugargestir fara þangað í gegnum afgreiðslu sundlaugarinnar. Rétt er að vekja athygli á því að gestir þurfa sjálfir að koma með lás á skápana þar en hægt er bæði að leigja lása eða kaupa þá í afgreiðslu World Class. Sundgestum býðst einnig að nota fjölnotaklefann á annarri hæð sundlaugarinnar en þeim, sem eru vanir að nota fjölnotaklefann, verður boðið að nota einstaklingsklefann á 2. hæð í staðinn.

Þetta eru ekki einu framkvæmdirnar sem eru í gangi í sundlauginni því verið er að taka alla innilaugina í gegn, en Akureyri.net sagði nýlega frá því. 

Tilkynning á Facebooksíðu Sundlaugar Akureyrar.