Fara í efni
Fréttir

Búið er að aflétta öllum lokunum

Lögreglan gætti fyllsta öryggis. Þessi lögregluþjónn var á vakt á mótum Norðurgötu og Reynivalla eftir hádegi. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson
Lögregla hefur aflétt öllum lokunum í grennd við Endurvinnsluna við Furuvelli. Efnaleki varð þar eftir hádegi, eins og Akureyri.net greindi frá og var íbúðagötum sunnan við Furuvelli – Grenivöllum, Reynivöllum, Víðivöllum og Sólvöllum – lokað drjúga stund og fólk beðið að halda sig innandyra. Lögregla og slökkvilið eru að ljúka störfum á vettvangi.
 
Starfsfólk Endurvinnslunnar tilkynnti að það hefði fundið fyrir ertingu í augum og öndunarfærum, líklega vegna efnis í flösku sem barst í mótttökuna og var hellt í niðurfall eins og tíðkast. Ekki hefur verið upplýst hvaða efni var í flöskunni. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til skoðunar.
 
Slökkviliðsmenn með gasgrímur hreinsuðu vökvann sem hellt var niður og loftuðu út.
 

Frétt Akureyri.net í dag: Efnisleiki í Endurvinnslunni við Furuvelli – íbúar í grennd haldi sig inni

Slökkviliðið  og lögreglan höfðu mikinn viðbúnað við Endurvinnsluna í dag. Ljósmyndir: Skapti Hallgrímsson