Fara í efni
Fréttir

Búið að flytja fimm slasaða til Reykjavíkur – vegurinn lokaður fram eftir nóttu

Rútan í Öxnadal undir kvöld. Mynd: Þorgeir Baldursson
Fimm þeirra sem slösuðust í dag þegar rúta valt útaf veginum í Öxnadal hafa verið fluttir til Reykjavíkur og fleiri verða líklega fluttir þangað í kvöld. Vegurinn um Öxnadal verður lokaður fram eftir nóttu.
 
Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra fyrir nokkrum mínútum. Þar segir:
 
  • Áfram viljum við vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu.
  • Eins og fram hefur komið þá var þarna hópur erlendra ferðamanna á ferð á rútu með erlendu skráningarnúmeri. Áfram er verið að vinna á vettvangi og þá er einnig komið á samband við erlendu ferðaskrifstofuna sem heldur utan um þessa ferð. 
  • Flutningur er hafinn á slösuðum með sjúkraflugi og þyrlu [Landhelgisgæslunnar] til Reykjavíkur. Nú þegar hafa fimm verið fluttir þangað og munu fleiri líklega verða fluttir suður síðar í kvöld eða nótt. Þá opnaði [Rauði krossinn] fjöldahjálparstöð á Akureyri fyrir þolendur slyssins sem útskrifaðir hafa verið af Sjúkrahúsinu á Akureyri. 
  • Í þessu verkefni var Aðgerðastjórn á Akureyri virkjuð með fullri áhöfn sem og Samhæfingamiðstöðin í Reykjavík. Fulltrúar allra viðbragðsaðila á svæðinu komu að þessu, áhöfn Samhæfingamiðstöðvarinnar, Landhelgisgæslan og Landsspítalinn.
  • Viljum við þakka öllum sem komu að verkefni þessu sem var mjög krefjandi og mikil áskorun. 
Fyrri fréttir um slysið:
 
Mynd af vettvangi úr dróna lögreglunnar sem birt var á Facebook síðu embættisins lögreglunnar á Norðurlandi eystra.