Fréttir
Breyttur útivistartími barna 1. september
03.09.2024 kl. 10:45
Mynd: Emma Frances Logan, Unsplash.com.
Útivistartími barna og unglinga fer eftir barnaverndarlögum og er breytilegur eftir árstíma. Breyting tekur gildi 1. september. Börn mega ekki vera á almannafæri utandyra eftir ákveðinn tíma nema í fylgd með fullorðnum.
- 12 ára og yngri mega vera úti til kl. 20.
- 13-16 ára mega vera úti til kl. 22, en bregða má út af reglunum þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
- Aldur miðast við fæðingarár.