Fréttir
Breytt orðfæri um áfallavanlíðan
11.11.2023 kl. 16:00
„Taugaáfall er heiti úr íslensku talmáli og er ekki sjúkdómsgreining og var notað yfir mörg ólík fyrirbæri sem áttu þó það sameiginlegt að manni fór skyndilega að líða illa andlega. Já og oftast líkamlega líka. Maður var bara alveg búinn á líkama og sál.“
Þannig hefst 17. pistill Ólafs Þórs Ævarssonar geðlæknir í röðinni Fræðsla til forvarna sem birtist á Akureyri.net.
„Hugsanlega var orðið taugaáfall tilfinningahlaðið, tengt skömm eða vanmáttarkennd. Þetta orð er minna notað nú og í staðinn eru komin heiti sem eru, a.m.k. sum hver, skilmerkilegar útskýrð eða betur skilgreind læknisfræðilega eða hreinlega sjúkdómsgreiningar.“
Smellið hér til að lesa pistil Ólafs Þórs