Fara í efni
Fréttir

„Breytingar hafa skilað jákvæðri niðurstöðu“

Eitt ár var í gær, 1. maí, síðan Heilsuvernd tók við rekstri öldrunarheimilanna á Akureyri. Teitur Guðmundsson, forstjóri Heilsuverndar samstæðu, skrifaði af því tilefni pistil á vef fyrirtækisins þar sem hann segir ýmsar breytingar hafi skilað jákvæðri niðurstöðu á mörgum sviðum á þessum tíma.

„Ný kerfi hafa verið innleidd í bókhaldi, launavinnslu, viðverustjórnun, samskiptakerfi og símkerfi svo fátt eitt sé nefnt. Búið er að vinna ötullega að vísindarannsókn varðandi mataræði íbúa. Breytingar hafa orðið samhliða á eldhúsi, aðbúnaður bættur verulega og heyrum við af ánægju með matinn sem hefur verið eitt af áhersluatriðum. Það var ráðist í umfangsmikil búnaðarkaup, dýnur og hjálpartæki fyrir heimilin. Farið í endurnýjun á aðstöðu sjúkraþjálfunar. Þá voru gerðar breytingar á yfirstjórn og mönnunarmódeli. Allt hefur þetta og mun skila betri árangri inn í framtíðina er ég sannfærður um. Það að vera í fararbroddi er þar sem við viljum vera. Það er stöðugt verkefni, við fögnum þeirri áskorun.“

Smellið hér til að lesa pistil Teits.