Fréttir
Brenna við Réttarhvamm og flugeldasýning
31.12.2022 kl. 06:00
Ljósmynd: Hilmar Friðjónsson
Hin árlega áramótabrenna á Akureyri verður á sínum stað við Réttarhvamm á gamlárskvöld, auk þess sem boðið verður upp á flugeldasýningu.
Kveikt verður í brennunni kl. 20.30 en flugeldasýningin hefst kl. 21.00. Það eru Norðurorka og starfsmenn umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sem standa fyrir þessari uppákomu í samstarfi við björgunarsveitina Súlur á Akureyri.
„Að venju má búast við mikilli umferð við Réttarhvamm á gamlárskvöld og því er mælt með því að fólk leggi tímanlega af stað til að njóta brennunnar og flugeldanna,“ segir á vef Akureyrarbæjar.