Fréttir
Bremsustefna í áratugi kemur okkur í koll
09.04.2025 kl. 09:00

Það er ríkari þörf fyrir hugarfarsbreytingu en nýja pólitíska stefnu eða nýtt Excel skjal, segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir í pistli sem akureyri.net birtir í dag – þar sem Ólafur fjallar um stefnu ríkisins varðandi fjármögnun heilbrigðiskerfisins.
„Segja má, ef maður leyfir sér vissa kaldhæðni og neikvæðni, að stefna ríkisins undanfarna áratugi, varðandi fjármögnun heilbrigðiskerfisins, hafi verið: Látum ekki of mikla fjármuni í kerfið, þetta bólgnar bara út, þetta heilbrigðsstarfsfólk kann ekki með fjármuni að fara. Sannkölluð bremsustefna með meðvituðu svelti og ómarkvissum niðurskurði.“
Pistill Ólafs: Heilbrigðishagfræði