Börn eiga skilið frí frá áreiti síma í skólum
Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd, segir í grein sem birtist á Akureyri.net í dag að börn eiga skilið frí frá áreiti síma í skólum.
Notkun síma í skólum hefur verið í sviðsljósinu upp á síðkastið í kjölfar þess að UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, lagði til að snjallsímar eigi einungis heima í kennslustofum þegar að þeir styðji við nám. „Um er að að ræða gríðarlega mikilvægt og löngu tímabært innlegg í umræðuna!“ segir Skúli Bragi í greininni.
„Það er algengur misskilningur að við sem styðjum reglur og ramma um notkun snjalltækja séum á móti notkun á stafrænni tækni og lausnum. Annaðhvort erum við í hópnum sem vill leyfa síma í öllum skólum eða banna þá með öllu. Umræðan ætti þó ekki að vera svarthvít.“
Smellið hér til að lesa grein Skúla Braga Geirdal.