Fara í efni
Fréttir

Boðið upp á Pfizer og Janssen í vikunni

Bólusetning á slökkvistöðinni á Akureyri. Þar verða margar sprautur á lofti í dag. Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson.

Í vikunni verða um 2.500 manns bólusettir á Norðurlandi og á Akureyri fara þeir mannfagnaðir fram á slökkvistöðinni sem fyrr.

Um 2.000 skammtar af Pfizer bóluefni verða annars vegar nýttir í seinni bólusetningu þeirra sem sprautaðir voru 27. til 30. apríl og í seinni bólusetningu hjá þeim sem fengu Astra Zeneca bóluefni fyrir 12 vikum en eiga að fá Pfizer í þeirri seinni. Einnig verður haldið áfram með að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma og er gert ráð fyrir að fara langt með eða klára fyrri umferð hjá því fólki.

Um 500 skammtar af Janssen bóluefni verða notaðir til að bólusetja m.a. leikskólakennara og flug- og skipaáhafnir sem þurfa að fara utan.

Næstu forgangshópar eru grunnskólakennarar og starfsmenn félagsþjónustunnar og verður mögulega hægt að byrja á þeim á einhverjum starfsstöðvum.

Á Akureyri fer bólusetning með Pfizer bóluefninu fram í dag, þriðjudaginn, og bólusetning með efninu frá Janssen bóluefninu verður á fimmtudaginn, 20. maí. Fólk mun fá boð með sms skilaboðum.