Blaut tuska í andlit sjálfstæðismanna
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, flugmaður, framkvæmdastjóri Circle Air og flokksbundinn sjálfstæðismaður frá 15 ára aldri, gagnrýnir þrjá ráðherra Sjálfstæðisflokksins harðlega í grein á Akureyri.net í dag, Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra.
Hann segir að ráðherrarnir þrír hafi undanfarið virt að vettugi „landsfundarsamþykktir flokksins, ráðleggingar innlendra og erlendra sérfræðinga, stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar og almennt hagmuni landsins alls.“
Þorvaldur spyr: „Hvað er fólk að drekka þarna í borginni?“
Hann segir í greininni: „Sé það vilji forystu Sjálfstæðisflokksins að sækja einungis fylgi sitt til kjósenda á höfuðborgarsvæðinu, þá er hreinlegra að segja það berum orðum. Landlausir Sjálfstæðismenn utan þess svæðis neyðast þá til að greiða öðrum flokki sem hefur alvöru byggðastefnu að leiðarljósi atkvæði sitt, skila auðu á kjörstað eða finna sér annan farveg.“
Smelltu hér til að lesa grein Þorvaldar Lúðvíks.