Fara í efni
Fréttir

Björn höfðar dómsmál vegna uppsagnar

Björn Þor­láks­son, fyrr­ver­andi upp­lýs­inga­full­trúi Um­hverf­is­stofn­un­ar, hef­ur ákveðið að höfða dóms­mál gegn Guðmundi Inga Guðbrands­syni um­hverf­is­ráðherra vegna ákvörðunar Sigrún­ar Ágústs­dótt­ur, for­stjóra Um­hverf­is­stofn­un­ar (UST), um að segja Birni upp starfi fyrr á ár­inu sam­fara niður­lagn­ingu starfs hans. Upp­sögn­in brjóti gegn lög­um. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun, þar sem rætt er við lögmann Björns.

Björn starfaði hjá UST í ríflega fjögur ár, með aðsetur í starfsstöð stofnunarinnar á Akureyri.

Lögmaður Björns, Jón Sig­urðsson, sendi fyr­ir hönd Björns og stétt­ar­fé­lags hans, Fræðagarðs, bréf til for­stjóra UST í fe­brú­ar þar sem þess var kraf­ist að fallið yrði frá niður­lagn­ingu á starfi Björns taf­ar­laust og hon­um boðið starfið að nýju. Að öðrum kosti væri UST kraf­in um fé­bæt­ur vegna þess tjóns sem hann óhjá­kvæmi­lega verður fyr­ir vegna starfsmissis af völd­um ólög­mætra ákv­arðana stofn­un­ar­inn­ar.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Jón að einu viðbrögðin sem hafi borist sé að kröf­unni sé hafnað. Því sé ekki annað í boði en að fara með málið fyr­ir dóm og það verði að vera gegn um­hverf­is­ráðherra þar sem hann fari með fyr­ir­svar fyr­ir stofn­un­ina fyr­ir dómi.

Smelltu hér til að lesa fréttina á mbl.is