Fara í efni
Fréttir

Björn hættir – hefur gegnt formennsku í 31 ár

Björn Snæbjörnsson hefur verið formaður Einingar-Iðju og áður Eininingar í samtals 31 ár. Mynd af vef Einingar-Iðju.

Björn Snæbjörnsson mun láta af formennsku verkalýðsfélagsins Einingar-Iðju á næsta aðalfundi félagsins. Hann hefur gegnt embætti formanns frá stofnun, árið 1999, og var þar áður formaður verkalýðsfélagsins Einingar frá árinu 1992. Björn hefur því sinnt formennsku í samtals í 31 ár.

Þetta kemur fram á vef Einingar-Iðju í morgun.

Þar segir einnig að Björn hafi verið meðstjórnandi í stjórn Einingar árin 1982 til 1986 og sem varaformaður frá árinu 1986. „Árin í stjórn félagsins verða því orðin 41 þegar hann hættir formennsku og óhætt að segja að það verði stór tímamót á næsta aðalfundi þegar nýr formaður mun taka við,“ segir á vefnum.