Björg EA á Pollinum til heiðurs nöfnu sinni
Einn togara Samherja, Björg EA 7, lá á Pollinum í dag til heiðurs Björgu Finnbogadóttur, sem jarðsungin var frá Akureyrarkirkju. Skipið er nefnt eftir Björgu. Börn hennar og Baldvins heitins Þorsteinssonar eru þrjú, Þorsteinn Már, forstjóri Samherja, er elstur, þá Margrét og Finnbogi Alfreð er yngstur.
Þegar skipið var nefnt í maí 2018 færði Björg skipstjóranum sjóferðabæn að gjöf.
Skömmu eftir að athöfninni í Akureyrarkirkju lauk var blásið í skipsflautu Bjargar EA 7 í kveðju- og virðingarskyni.
Akureyrarkirkja var full út úr dyrum við athöfnina. Séra Svavar Alfreð Jónsson jarðsöng. Tónlist fluttu Eyþór Ingi Jónsson, Valmar Väljaots, Óskar Pétursson, Ívar Helgason og Erna Hrönn Ólafsdóttir.
Björg lést 23. maí, tveimur dögum fyrir 95. afmælisdaginn.
Níu minningargreinar birtust um Björgu á Akureyri.net í morgun. Smellið hér til að sjá þær.
Ljósmynd: Þórhallur Jónsson