Fara í efni
Fréttir

Bjóða þrjá milljarða í húsnæði Hlíðar og Lögmannshlíðar

Hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð við Vestursíðu.

Félagið Heilsuvernd ehf., sem tók við rekstri hjúkrunarheimilanna Hlíðar og Lögmannshlíðar á Akureyri fyrr á árinu, vill kaupa Vestursíðu 9 og Austurbyggð 17, þar sem umrædd heimili eru rekin, fyrir þrjá milljarða króna. Akureyrarbær og Framkvæmdasýslan  - Ríkiseignir eru eigendur umræddra fasteigna. Bæjarráð Akureyrar samþykkti samhljóða í morgun að setja báðar húseignirnar í söluferli og óskar eftir aðkomu ríkisins að því.

Fyrir fundinum lá tilboð Teits Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Heilsuverndar, fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags í eigu Heilsuverndar, í Austurbyggð 17 (Hlíð) upp á rúma 1,6 milljarða, 1.650 milljónir, og í Vestursíðu 9 (Lögmannshlíð) upp á rúma 1,3 milljarða, 1.350 milljónir króna.

Tilboðin bárust Akureyrarbæ og Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum á mánudaginn, 15. nóvember, og gilda í rúma viku, þar til klukkan 16.00 föstudaginn 26. nóvember.

Hjúkrunarheimilið Hlíð við Austurbyggð.