Fréttir
Bjartsýn á að ekki þurfi að skera niður
28.10.2022 kl. 13:14
Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri Sjúkrahússins á Akureyri (SAk), segist hafa þungar áhyggjur af fjárhag spítalans. Hún segist þó bjartsýn um að þau fái aukið fjármagn frá stjórnvöldum og ekki þurfi að skerða þjónustu. Þetta kom fram í hádegisfréttum RÚV.
Framkvæmdastjórinn segir að stjórnendur spítalans taki heilshugar undir yfirlýsingu fagráðs SAk, sem í vikunni sagði að grunnþjónusta á sjúkrahúsinu væri í hættu vegna fjárskorts. Verði fjárveitingar til sjúkrahússins ekki auknar sjái þau fram á að fólk þurfi í auknum mæli að leita á Landspítala eftir þjónustu, sem yrði hvorki stofnununum né sjúklingum til hagsbóta, segir í frétt RÚV.
Nánar hér á vef RÚV.