Fréttir
Bíll gjörónýtur eftir að eldur kom upp
23.03.2021 kl. 08:51
Eldur kom upp í bifreið við Múlasíðu á Akureyri um fjögurleytið í nótt. Þegar slökkviliðið kom á vettvang var bifreiðin alelda og hafði hitinn af eldinum sprengt rúður í nærliggjandi bifreið og brætt plast á henni. Þetta kemur fram á mbl.is í morgun. Þar segir að greiðalega hafi gengið að slökkva eldinn en bifreiðin, sem var kyrrstæð á bifreiðastæði, sé gjörónýt. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en haft eftir varðstjóra í lögreglunni á Akureyri að málið verði rannsakað í birtingu.