Fara í efni
Fréttir

KPMG og Advise: Betri yfirsýn – bættur rekstur

KPMG og Advise bjóða til fundar á Akureyri á morgun, fimmtudaginn 17. október, þar sem yfirskriftin er: Betri yfirsýn – bættur rekstur. Fundurinn verður í Hofi milli kl. 17.00 og 18.00.
 
Í tilkynningu segir:
 
Á fundinum verður rætt um hvernig fyrirtæki geta náð betri árangri í rekstri með því að setja sér markmið, gera áætlanir sem byggðar eru á ígrunduðum forsendum og öðlast betri yfirsýn yfir stöðu rekstrarins með þeim gögnum sem til staðar eru.
 
Dagskráin:
 
  • Hvert viltu stefna?
    Áætlanir og markmið í rekstri, Guðmundur Hermannsson ráðgjafi hjá KPMG 
  • Með puttan á púlsinum - gögnin við höndina
    Bogi Agnar Gunnarsson, viðskiptastjóri Advise Business Monitor 
    • Reynslusaga viðskiptavinar
      Einar Geirsson, eigandi K6 veitinga fer yfir hvaða aðgerðir félagið hefur farið í til að ná auknum árangri í rekstri veitingastaðanna RUB 23, Bautans og Sushi Corner.
Eftir fundinn verður boðið upp á léttar veitingar.
 
Þeir sem hafa hug á að sækja fundinn eru beðnir um að skrá sig.