Fréttir
Betra að fá afsökun seint en aldrei
16.08.2022 kl. 23:25
Skjáskot af RÚV í kvöld
„Betra er seint en aldrei,“ sagði Emilía Rós Ómarsdóttir í viðtali við Ríkisútvarpið í kvöld, en hún hefur nú loks fengið formlega afsökunarbeiðni frá Íþróttabandalagi Akureyrar (ÍBA) og Skautafélagi Akureyrar (SA), fjórum árum eftir að hún var áreitt kynferðislega af skautaþjálfara sínum.
Í frétt RÚV segir að ÍBA og SA hafi afneitað málinu á sínum tíma og ekki tekið á því. „Það varð svo alvarlegt að fjölskyldan sá þann kost einan í stöðunni að flýja og flytja til Reykjavíkur, en málið elti þau þangað.“
„Ég er auðvitað ánægð með að vera búin að fá [afsökunarbeiðni] en þetta er svolítið lítið og svolítið seint. Þetta á ekki að þurfa að vera svona erfitt. En betra er seint en aldrei, býst ég við,“ segir Emilía.
Smellið hér til að sjá frétt RÚV