Fréttir
Best fyrir þá sem hafa minnst á milli handa
11.11.2023 kl. 11:20
Breytingar á gjaldskrá leikskóla Akureyrarbæjar sem taka gildi um áramót hafa verið töluvert gagnrýndar en Hulda Elma Eysteinsdóttir, oddviti L-listans, segir að hið nýja fyrirkomulag komi sér best fyrir þá sem minnst hafi á milli handa.
Hulda Elma segir í grein á Akureyri.net að um raunlækkun verði að ræða hjá öllum þeim sem nýta sér styttri vistun en 8 klukkustundir, um 5% hækkun hjá þeim sem nýta sér 8 klukkustundir sem sé minna en almennar verðlagshækkanir „og 13% hækkun fyrir þá sem nýta sér 8 og ½ klukkustund sem er aðeins meira en almenn verðlagshækkun. Þarna á svo eftir að taka tekjutengingu inn í.“
Smellið hér til að lesa grein Huldu Elmu