Berglind Harpa þriðja, svo Jón Þór og Telma
Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi og varaþingmaður, verður í 3. sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi við Alþingiskosningarnar 30. nóvember. Hún skipaði sama sæti í þingkosningunum 2021.
Kosið var í fyrstu fimm sætin á kjördæmisþingi í Mývatnssveit í dag.
Jón Þór Kristjánsson, 33 ára forstöðumaður þjónustu og þróunar hjá Akureyrarbæ, verður í 4. sæti listans og Telma Ósk Þórhallsdóttir, 19 ára háskólanemi frá Akureyri, verður í 5. sæti.
- Berglind Harpa fékk 80 atkvæði (55%) í 3. sæti og Valgerður Gunnarsdóttir frá Húsavík 30 atkvæði. Aðeins voru gefin upp atkvæði tveggja efstu.
Berglind Ósk Guðmundsdóttir, alþingismaður, sem sóttist upphaflega eftir 2. sæti, gaf ekki kost á sér í 3. sæti. Auk Berglindar Hörpu og Valgerður buðu sig fram í 3. sæti, Almar Marinósson, Þórshöfn, Jón Þór Kristjánsson, Akureyri, Ketill Sigurður Jóelsson, Akureyri og Kristinn Karl Brynjarsson, Reyðarfirði.
- Jón Þór Kristjánsson hlaut 62 atkvæði (41%) í 4. sæti en Þorsteinn Kristjánsson 40 atkvæði. Aðrir hlutu færri atkvæði. 152 greiddu atkvæði.
- Telma Ósk Þórhallsdóttir hlaut 108 atkvæði af 147 í 5. sæti.
Fyrri fréttir Akureyri.net af kjördæmisþinginu: