Fara í efni
Fréttir

Beint flug um áramót til Egyptalands

Að snorkla í Rauðahafinu er mikil upplifun. Þar er mikið af fallegum kóróllum og skrautlegum fiskum. Mynd:kompaniferdir.is

Í lok desember verður hægt að taka beint flug frá Akureyri til Egyptalands. Er þetta í fyrsta sinn sem flogið verður í beinu flugi til þessa áfangastaðar frá Akureyrarflugvelli samkvæmt Kompaníferðum sem standa fyrir þessari 10 daga áramótaferð. 

Margt að skoða

Flogið verður út til Hurgada þann 27. desember og komið heim þann 5. janúar. Á flugleiðinni verður gert 30 mínútna eldsneytisstopp. Hurgada er strandbær við Rauðahafið, í um 460 km fjarðlægð frá höfuðborginni Kairó. Bærinn var áður lítill fiskimannabær en hefur stækkað og vaxið og er nú einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna sem heimsækja Egyptaland. Í Hurgada sækja gestir í sól, strandlíf og alls konar afþreyingu en hitastigið á þessum árstíma er á bilinu 23 til 28 gráður. Rauðahafið er rómað fyrir fjölbreytt sjávarlíf sem gaman er að skoða með snorkli eða köfun. Eins er vinsælt að fara í dagsferðir frá Hurgada og skoða minjar forn Egypta í Luxor eða pýramídana í Gisa. Þá er hægt að skella sér í útreiðatúr á úlföldum, í golf eða í loftbelg, svo fátt eitt sé nefnt. 

Nánari upplýsingar um ferðina má fá hjá Kompaníferðum.