Fara í efni
Fréttir

Baráttufundur klukkan 11.00 á Ráðhústorgi

Kvennafrídagurinn er runninn upp og boðað hefur verið til baráttufundar á Ráðhústorgi á milli klukkan 11.00 og 12.00.
 
Mættu snemma, kíktu í tjaldið á torginu kl. 10:30 og búðu til þitt eigið kröfuspjald! Allt efni á staðnum. Hver er þín krafa?“ segir í áskorun á Facebook síðunni Kvennaverkfall á Akureyri.
 
„Við hvetjum konur og kvár til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna ... “ segir þar. „Þrátt fyrir áralanga baráttu búum við enn í samfélagi þar sem langlífasti og útbreiddasti faraldurinn sem við eigum við að etja er kynbundið ofbeldi, ásamt því að framlag kvenna til samfélagsins er gróflega vanmetið.“
 
Stiklað var á stóru í sögu kvennafrídagsins á Akureyri í skemmtilegri og fróðlegri grein á Akureyri.net á sunnudaginn: