Fara í efni
Fréttir

Bærinn semur við Vitann – „órofin þjónusta“

Ljósmynd: Skapti Hallgrímsson

Vitinn Mathús mun elda fyrir viðskiptavini velferðarsviðs Akureyrarbæjar tímabundið en heimsendur matur var í síðasta sinn afgreiddur frá Eldhúsi Akureyrar (Matsmiðjunni ehf) fyrr í dag. Þetta var tilkynnt á vef sveitarfélagsins í dag og að þjónustan verði órofin.

„Stefnt er að því að veita órofna þjónustu strax í fyrramálið (laugardaginn 29. október). Staðan verður síðan metin á næstu dögum og fundin lausn til lengri tíma,“ segir á vefnum

„Velferðarsvið býður þeim sem metnir hafa verið í þörf fyrir heimsendan mat að fá sendan hádegismat heim og hafa BSO leigubílar annast útkeyrslu matarbakkanna.

Stjórnendum og starfsfólki Vitans veitinga ehf. og BSO eru þökkuð skjót og góð viðbrögð. Reynt verður eins og mögulegt er að veita viðskiptavinum óskerta þjónustu en ljóst er að einhverjar breytingar verða gerðar á þessu fyrirkomulagi á næstu dögum og vikum þar til lausn er fundin til lengri tíma.“