Bærinn óskar eftir stuðningsfjölskyldum
Velferðarsvið Akureyrarbæjar óskar eftir því að ráða stuðningsfjölskyldur í félagsþjónustu og þjónustu við fötluð börn sem fyrst. Þetta kemur fram á heimasíðu bæjarins.
„Tilgangur með stuðningsfjölskyldu er að draga úr álagi á heimili barna, veita börnum tilbreytingu og stuðning, gefa þeim kost á auknum félagslegum tengslum og styrkja stuðningsnet þeirra.“
Um er að ræða eina til tvær helgar í mánuði þar sem börnin dvelja á heimili stuðningsfjölskyldunnar. Greiðslur til stuðningsfjölskyldu eru verktakagreiðslur, að því er segir á vef bæjarins.
Upplýsingar um starfið veitir Petra S. Heimisdóttir iðjuþjálfi í netfanginu petras@akureyri.is
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum þjónustugátt Akureyrarbæjar - smellið hér til að komast þangað. Smellt er á Umsóknir efst á vefnum og því næst á Velferðarmál, sem er neðst á síðunni sem opnast.